Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Magnússon

(18. og 19. öld)

Hermaður, kennari.

Foreldrar: Magnús stúdent Jónsson í Snóksdal og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir prests í Tröllatungu, Eiríkssonar. Bjó fyrst að Geitastekk, fór utan 1752, til Kh., þaðan til Grænlands, gerðist síðan farmaður og hermaður, síðan barnakennari á Jótlandi. Kom í elli sinni aftur til Íslands og samdi þá endurminningar sínar. Eirði hér eigi og fór aftur til Danmerkur.

Endurminningar hans eru þýddar á dönsku og pr. í „Memoirer og Breve“, Kh. 1918, á ísl. í Rv. 1945).

Kona: Guðrún Þorleifsdóttir („danskrar ættar“, Snóksdalín).

Börn þeirra: Þorleifur sútari í Rv., Kristín átti Þorkel Guðmundsson að Brekku í Gilsfirði (sjá Mem. og Br.; BB. Sýsl.; ættbækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.