Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Magnússon

(16. og 17. öld)

Talinn af sumum lögsagnari í Þingeyjarþingi.

Foreldrar: Magnús Árnason í Djúpadal í Eyjafirði (í beinan karllegg af Lopti ríka) og kona hans Þuríður Sigurðardóttir prests á Grenjaðarstöðum, Jónssonar (byskups Arasonar). Bjó á Grýtubakka.

Kona: Sigríður Árnadóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar.

Börn þeirra: Þorleifur í Mýdal, Sigurður í Nesi við Seltjörn, Þorsteinn, Halldóra átti síra Pál Erasmusson að Hrepphólum, Halldóra (önnur) átti Ólaf Jónsson að Núpufelli, Þuríður átti Tómas Jónsson í Krossavík, Kristín átti síra Guðmund Bjarnason á Grenjaðarstöðum, Sesselja átti Guðmund Jónsson að Laugum, Þórunn átti Þorleif Jónsson (lögmanns á Reynistað, Sigurðssonar), Guðríður átti Jón Þorsteinsson (prests að Múla, Illugasonar), Guðrún átti síra Jón Einarsson að Hofi í Álptafirði, Árni bartskeri í Hamborg (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.