Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Magnússon
(13. nóv. 1663–7. jan. 1730)
Prófessor.
Foreldrar: Magnús prestur, síðar lögsagnari, Jónsson og kona hans Guðrún Ketilsdóttir prests í Hvammi, Jörundssonar. Hann ólst upp hjá móðurföður sínum í Hvammi og síðan síra Páli, móðurbróður sínum. Var tekinn í Skálholtsskóla 1680, stúdent þaðan 1683. Fór utan samsumars og var skráður í stúdentatölu 25. sept. s. á. Komst síðan í þjónustu fornfræðingsins Tómasar Barthólíns, en varð jafnframt attestatus í guðfræði 1685. Hvarf þá heim til Íslands, en fór aftur til Kaupmannahafnar 1686 og var síðan hjá Barthólín, meðan hann lifði, fór fyrir hann til Noregs 1689 í handritarannsóknum og var þar fram í febrúar 1690, síðan til Lundar. Hann veitti Bartholín mikla aðstoð við rit hans, „Antiquitates Danicæ'“, er út kom 1689, og skrifaði upp margt handrita fyrir hann (í svokölluðum „tomi Bartholiniani“, sem varðveittir eru í safni háskólans í Kh.). Eftir lát Bartholíns (1690) fekk Árni (1691) vist í Borchs kollegium og öðlaðist þá vináttu M. Moths, sem var yfirsekreteri í kanzellíinu og miklu réð við konung, unnandi mjög allri fræðistarfsemi; varð hann eins konar bókavörður hans og skrifari. Í Borchs kollegium var Árni riðinn við 3 dispútazíur, og þar varð hann baccalaureus 5. febr. 1691. Í júnímánuði 1694 fór Árni til Þýzkalands vegna ráðgerðra bókakaupa háskólans; dvaldist þar í Rostock, Stettin, en mest í Leipzig og víðar og sinnti rannsóknum bóka og handrita. Árið 1695 birti hann á prenti „Incerti auctoris Chronica Danorum“, og mun það hafa stafað af því, að hann var gerður prófessor 14. júlí 1694, þótt einungis væri að nafninu til fyrst í stað. Til Kh. kom hann aftur úr ferðinni undir jól 1696. Vann hann síðan hjá Moth um hríð. Árið 1697 varð hann arkivsekreteri í leyndarskjalasafni konungs og var það ævilangt, þótt hann væri í rauninni aðalstjórnandi safnsins frá 1725. Í október 1701 varð hann professor philosophiæ et antiquitatum Danicarum. Í boði konungs 25. apríl 1702 var honum og Páli Vídalín falið jarðamat og ýmis önnur störf á Íslandi, og stóðu þau af Árna hálfu til 1712, en Páll lögmaður vann að verkinu til 1714. Er frá þeim mikil jarðabók og manntal, sem hvort tveggja er nú prentað. Þó var Árni í Kh. veturna 1705–6 og 1708–9. Fús slfari frá Íslandi haustið 1712 og kom þangað aldrei aftur. Varð assessor consistorii 1713 og síðan, 1720 umsjónarmaður Ehlers kollegiums.
Hann hafði þegar 1691 tekið að vinna í bókasafni háskólans, en frá 1721 varð hann yfirmaður þess. Aðalstarf Árna var söfnun handrita, er hann hóf í æsku, og er árangurinn hið fræga handritasafn í háskólanum í Kh., sem við hann er kennt.
Hefir það að geyma mikið af skýringum og athugasemdum Árna í öllum greinum, en á prenti er fátt eftir hann (Íslendingabók Ara fróða á latínu, „Schedæ“, sem Chr. Worm lét prenta í Oxford 1697 og Árni vildi ekki kannast við; 1699 í Kh. „Kort og sandfærdig Beretning om den vidtudraabte Besættelse udi Thisted“ og „Testamentum Magni regis“ (þ. e. lagabætis), Kh. 1719).
Kona (16. maí 1709): Metta Fischer (10 árum eldri en hann, d. 15. sept. 1730), ekkja eftir konunglegan söðlasmið, sem var þýzkur að ætt, sjálf var hún norsk. Með henni fekk Árni auð mikinn (Finnur Jónsson: Ævisaga Á. M., Kh. 1930, einnig á dönsku; Saga Ísl. VI; HÞ.).
Prófessor.
Foreldrar: Magnús prestur, síðar lögsagnari, Jónsson og kona hans Guðrún Ketilsdóttir prests í Hvammi, Jörundssonar. Hann ólst upp hjá móðurföður sínum í Hvammi og síðan síra Páli, móðurbróður sínum. Var tekinn í Skálholtsskóla 1680, stúdent þaðan 1683. Fór utan samsumars og var skráður í stúdentatölu 25. sept. s. á. Komst síðan í þjónustu fornfræðingsins Tómasar Barthólíns, en varð jafnframt attestatus í guðfræði 1685. Hvarf þá heim til Íslands, en fór aftur til Kaupmannahafnar 1686 og var síðan hjá Barthólín, meðan hann lifði, fór fyrir hann til Noregs 1689 í handritarannsóknum og var þar fram í febrúar 1690, síðan til Lundar. Hann veitti Bartholín mikla aðstoð við rit hans, „Antiquitates Danicæ'“, er út kom 1689, og skrifaði upp margt handrita fyrir hann (í svokölluðum „tomi Bartholiniani“, sem varðveittir eru í safni háskólans í Kh.). Eftir lát Bartholíns (1690) fekk Árni (1691) vist í Borchs kollegium og öðlaðist þá vináttu M. Moths, sem var yfirsekreteri í kanzellíinu og miklu réð við konung, unnandi mjög allri fræðistarfsemi; varð hann eins konar bókavörður hans og skrifari. Í Borchs kollegium var Árni riðinn við 3 dispútazíur, og þar varð hann baccalaureus 5. febr. 1691. Í júnímánuði 1694 fór Árni til Þýzkalands vegna ráðgerðra bókakaupa háskólans; dvaldist þar í Rostock, Stettin, en mest í Leipzig og víðar og sinnti rannsóknum bóka og handrita. Árið 1695 birti hann á prenti „Incerti auctoris Chronica Danorum“, og mun það hafa stafað af því, að hann var gerður prófessor 14. júlí 1694, þótt einungis væri að nafninu til fyrst í stað. Til Kh. kom hann aftur úr ferðinni undir jól 1696. Vann hann síðan hjá Moth um hríð. Árið 1697 varð hann arkivsekreteri í leyndarskjalasafni konungs og var það ævilangt, þótt hann væri í rauninni aðalstjórnandi safnsins frá 1725. Í október 1701 varð hann professor philosophiæ et antiquitatum Danicarum. Í boði konungs 25. apríl 1702 var honum og Páli Vídalín falið jarðamat og ýmis önnur störf á Íslandi, og stóðu þau af Árna hálfu til 1712, en Páll lögmaður vann að verkinu til 1714. Er frá þeim mikil jarðabók og manntal, sem hvort tveggja er nú prentað. Þó var Árni í Kh. veturna 1705–6 og 1708–9. Fús slfari frá Íslandi haustið 1712 og kom þangað aldrei aftur. Varð assessor consistorii 1713 og síðan, 1720 umsjónarmaður Ehlers kollegiums.
Hann hafði þegar 1691 tekið að vinna í bókasafni háskólans, en frá 1721 varð hann yfirmaður þess. Aðalstarf Árna var söfnun handrita, er hann hóf í æsku, og er árangurinn hið fræga handritasafn í háskólanum í Kh., sem við hann er kennt.
Hefir það að geyma mikið af skýringum og athugasemdum Árna í öllum greinum, en á prenti er fátt eftir hann (Íslendingabók Ara fróða á latínu, „Schedæ“, sem Chr. Worm lét prenta í Oxford 1697 og Árni vildi ekki kannast við; 1699 í Kh. „Kort og sandfærdig Beretning om den vidtudraabte Besættelse udi Thisted“ og „Testamentum Magni regis“ (þ. e. lagabætis), Kh. 1719).
Kona (16. maí 1709): Metta Fischer (10 árum eldri en hann, d. 15. sept. 1730), ekkja eftir konunglegan söðlasmið, sem var þýzkur að ætt, sjálf var hún norsk. Með henni fekk Árni auð mikinn (Finnur Jónsson: Ævisaga Á. M., Kh. 1930, einnig á dönsku; Saga Ísl. VI; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.