Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Kristjánsson
(25. ágúst 1852–9. febrúar 1942)
. Hreppstjóri. Foreldrar: Kristján (d. 20. apr. 1899, 75 ára) hreppstj. Árnason í Ærlækjarseli í Öxarfirði og kona hans Sigurveig (d. 27. mars 1909, 82 ára) Guðmundsdóttir í Ærlækjarseli, Árnasonar. Naut ungur tilsagnar í 3 mánuði hjá síra Gunnari Gunnarssyni á Sauðanesi (síðast á Lundarbrekku). Varð sýsluskrifari 18 ára. Bóndi í Lóni í Kelduhverfi í 47 ár, en átti síðan heima á Akureyri til æviloka. Var hreppstjóri í 39 ár, sýslunefndarmaður í 33 ár, amtsráðsmaður í 12 ár og gegndi fleiri opinberum trúnaðarstörfum. Einn af stofnendum Kaupfélags Þingeyinga; sölustjóri Kaupfélags Norður-Þingeyinga um skeið; lengi endurskoðandi beggja þessara kaupfélaga. Einn af stofnendum Sambands ísl. samvinnufélaga 1902. Kona (15. okt. 1873): Anna (d. 4. marz 1919, 77 ára) Hjörleifsdóttir prests á Völlum í Svarfaðardal, Guttormssonar.
Synir þeirra: Guðmundur Björn hreppstjóri í Þórunnarseli, síðar bæjarpóstur á Akureyri, Kristján kaupmaður á Akureyri (Br7.; o. fl.).
. Hreppstjóri. Foreldrar: Kristján (d. 20. apr. 1899, 75 ára) hreppstj. Árnason í Ærlækjarseli í Öxarfirði og kona hans Sigurveig (d. 27. mars 1909, 82 ára) Guðmundsdóttir í Ærlækjarseli, Árnasonar. Naut ungur tilsagnar í 3 mánuði hjá síra Gunnari Gunnarssyni á Sauðanesi (síðast á Lundarbrekku). Varð sýsluskrifari 18 ára. Bóndi í Lóni í Kelduhverfi í 47 ár, en átti síðan heima á Akureyri til æviloka. Var hreppstjóri í 39 ár, sýslunefndarmaður í 33 ár, amtsráðsmaður í 12 ár og gegndi fleiri opinberum trúnaðarstörfum. Einn af stofnendum Kaupfélags Þingeyinga; sölustjóri Kaupfélags Norður-Þingeyinga um skeið; lengi endurskoðandi beggja þessara kaupfélaga. Einn af stofnendum Sambands ísl. samvinnufélaga 1902. Kona (15. okt. 1873): Anna (d. 4. marz 1919, 77 ára) Hjörleifsdóttir prests á Völlum í Svarfaðardal, Guttormssonar.
Synir þeirra: Guðmundur Björn hreppstjóri í Þórunnarseli, síðar bæjarpóstur á Akureyri, Kristján kaupmaður á Akureyri (Br7.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.