Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Jónsson frá Múla
(24. ág. 1891–2. apríl 1947)
. Alþm.
Foreldrar: Jón Jónsson frá Múla og kona hans, Valgerður Jónsdóttir á Lundarbrekku, Jónssonar. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1908. Stúdent í Reykjavík 1911, með eink. 5,3 (69 st.). Innritaðist í lagadeild Háskóla Íslands haustið 1911.
Lauk prófi í forspjallsvísindum vorið 1912. Vann í verzlunarskrifstofu í Englandi 1912–15.
Verzlunarmaður á Seyðisfirði 1916. Verzlunarstjóri á Vopnafirði 1917–24. Forstjóri Brunabótafélags Íslands frá 1. júní 1925 til 30. sept. 1928. Ritstjóri Varðar 1928–29. Stjórnmálaritstjóri Ísafoldar 1930 og síðan um hríð. Skrifstofustjóri um skeið hjá Sambandi ísl. fiskframleiðenda. Ritstjóri Austfirðings 1930–32. Ritstjóri Þjóðólfs frá sept. 1942. Bæjarfulltrúi í Rv. 1942. Þm. N.-Múl. 1924–27; landkj. þingm. 1937 –42. Ritstörf: Gerviljóð, Rv. 1946; Þjóðstjórnarannáll, Rv. 1942, Þýddi: Bernadotte, Folke: Leikslok, Rv. 1942; Kipling, R.: Ljósið sem hvarf; Kyndill frelsisins; Loon, Hendrik van: Símon Bolivar; Sami: Johan Sebastian Bach. Kona (19.des.1916): Ragnheiður (f. 16. nóv. 1892) Jónasdóttir múrara í Brennu í Reykjavík, Guðbrandssonar.
Börn þeirra: Valgerður átti Óla Hermannsson lögfræðing, þau skildu, Jón Múli útvarpsþulur, Jónas alþingismaður, Guðríður átti Kristján J. Jóhannesson, Ragnheiður gift í Vesturheimi, þarlendum manni (Br7.; o. fl.).
. Alþm.
Foreldrar: Jón Jónsson frá Múla og kona hans, Valgerður Jónsdóttir á Lundarbrekku, Jónssonar. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1908. Stúdent í Reykjavík 1911, með eink. 5,3 (69 st.). Innritaðist í lagadeild Háskóla Íslands haustið 1911.
Lauk prófi í forspjallsvísindum vorið 1912. Vann í verzlunarskrifstofu í Englandi 1912–15.
Verzlunarmaður á Seyðisfirði 1916. Verzlunarstjóri á Vopnafirði 1917–24. Forstjóri Brunabótafélags Íslands frá 1. júní 1925 til 30. sept. 1928. Ritstjóri Varðar 1928–29. Stjórnmálaritstjóri Ísafoldar 1930 og síðan um hríð. Skrifstofustjóri um skeið hjá Sambandi ísl. fiskframleiðenda. Ritstjóri Austfirðings 1930–32. Ritstjóri Þjóðólfs frá sept. 1942. Bæjarfulltrúi í Rv. 1942. Þm. N.-Múl. 1924–27; landkj. þingm. 1937 –42. Ritstörf: Gerviljóð, Rv. 1946; Þjóðstjórnarannáll, Rv. 1942, Þýddi: Bernadotte, Folke: Leikslok, Rv. 1942; Kipling, R.: Ljósið sem hvarf; Kyndill frelsisins; Loon, Hendrik van: Símon Bolivar; Sami: Johan Sebastian Bach. Kona (19.des.1916): Ragnheiður (f. 16. nóv. 1892) Jónasdóttir múrara í Brennu í Reykjavík, Guðbrandssonar.
Börn þeirra: Valgerður átti Óla Hermannsson lögfræðing, þau skildu, Jón Múli útvarpsþulur, Jónas alþingismaður, Guðríður átti Kristján J. Jóhannesson, Ragnheiður gift í Vesturheimi, þarlendum manni (Br7.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.