Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(um 1677–1707)

Prestur.

Foreldrar: Jón klausturhaldari Einarsson í Þykkvabæ og kona hans Álfheiður Ámundadóttir lögréttumanns að Ytri Skógum, Þormóðssonar. Stúdent úr Skálholtsskóla um 1700. Fekk Eyvindarhóla 29. júní 1707, vígðist 3. júlí s. á., en andaðist skömmu síðar úr bólunni miklu, ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.