Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(um 1630–um 1681)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Egilsson á Völlum í Svarfaðardal og kona hans Þuríður Ólafsdóttir lögréttumanns að Núpufelli, Jónssonar. Stúdent úr Hólaskóla um 1650. Síðan um hríð sveinn Gísla sýslumanns Magnússonar (Vísa-Gísla). Fyrst talinn prestur í Viðvík (líklega ásamt Hofstöðum) um 1658, mun hafa fengið Fagranes 1661 (gegndi jafnframt prestþjónustu að Reynistaðarklaustri í árslok 1669).

Fekk Hof á Skagaströnd 4. apr. 1673, í skiptum (við síra Þorstein Jónsson). Kærður fyrir fjölkynngi 1678. Varð málið ekki tekið fyrir fyrr en á prestastefnu að Spákonufelli 5. maí 1679, og var síra Árni dæmdur að færast undan með tylftareiði, en ef hann félli á eiðnum, skyldi málið afhent veraldlegu valdi til dóms. Síra Árni fekk einungis í prest til þess að lofa að vinna með sér eiðinn. Strauk hann þá til Austfjarða, komst í enskt skip sumarið 1680, og er mælt, að hann hafi dáið utanlands 1681.

Kona: Ingibjörg Jónsdóttir prests að Tjörn í Svarfaðardal, Gunnarssonar, flæktist til Austfjarða, kennd við fjölkynngi og kölluð Galdra-Imba.

Börn þeirra: Síra Gunnar í Meðallandsþingum, Gísli í Geitavíkurhjáleigu (42 ára 1703). Jón, Margrét, Þuríður átti Guðmund Oddsson í Nesi í Loðmundarfirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.