Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(um 1560–8. ágúst 1655)

Prestur.

Foreldrar: Jón bóndi (enn á lífi 1600) Björnsson í Flatey og kona hans Kristín Finnsdóttir á Ökrum, Arnórssonar. Talinn orðinn prestur í Flatey um 1590, fekk Tröllatungu 1601, en sleppti því prestakalli 1617 og varð þá aftur eða skömmu síðar prestur í Flatey, lét af prestskap 1645.

Hann bjó á eignarjörð sinni, Hvallátrum á Breiðafirði. Talinn allvel að sér, en fjölkunnugur, og eru þjóðsagnir um hann.

Kona: Þórunn Þorleifsdóttir frá Múla á Skálmarnesi, Jónssonar.

Börn þeirra: Jón og - Þorleifur, drukknuðu báðir, ókv. og bl., Sveinbjörn í Hvallátrum, Snæbjörn í Hlíð í Þorskafirði, Hallbjörg, Oddrún, Kristín (átti laundóttur með Böðvari Arnórssyni, Árnasonar prests í Hítardal, Arnórssonar). Af honum er geysimikil ætt (JH.Pr.; HÞ.; Blanda VII.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.