Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(9. júlí 1849–27. febr. 1916)

Prestur.

Foreldrar: Jón Árnason á Skútustöðum og kona hans Þuríður Helgadóttir sst., Ásmundssonar.

F. á Litlu Strönd í Mývatnssveit. Fór til Vesturheims 1874, stundaði þar ýmsa vinnu, lauk þar kennaraprófi í Lindsay 1877, kom s.á. aftur til landsins. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1878 (með aldursleyfi), varð stúdent (utanskóla, tók 5. og 6. bekk á einum vetri) 1882, með 1. einkunn (95 st.), lauk guðfræðaprófi úr presta. skóla 1884, með, 1. einkunn (50 st.) Fekk 8. mars 1884 Borg, vígðist 19. s.m., Mývatnsþing 20. mars 1888. Prófastur settur 1889, skipaður 1890, í SuðurÞingeyjarsýslu, og var það til 1913. Fekk Hólma 26. febr. 1913 og hélt til æviloka. Varð bráðkvaddur. Þingm. Mýram. 1886–91, N-Þing. 1902–'7, gegndi að auk ýmsum trúnaðarstörfum í héraði. Var í kirkjumálanefnd 1904. R. af dbr. 12. jan. 1909.

Var hagmæltur (sjá „Nönnu“, fylgirit „Skuldar“ og söngbók kristilegs félags ungmenna).

Ritgerðir og þýðingar eru eftir hann í Kirkjubl. og í Verði ljós.

Kona 1 (22. sept. 1884): Dýrleif (f. 11. maí 1860, d. 2. dec. 1894) Sveinsdóttir að Hóli í Höfðahverfi, Sveinssonar.

Börn þeirra: Þuríður átti sænskan húsagerðarmann, Bergström, fluttist til Vesturheims, Jón realstúdent úr Flensborgarskóla 1905, fór til Vesturheims, læknir í Seattle.

Kona 2 (19. mars 1896): Auður (f. 1. mars 1869) Gísladóttir hreppstjóra að Þverá í Dalsmynni, Ásmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Dýrleif Þorbjörg cand. phil., átti Skúla lækni Guðjónsson, vinnur í skrifstofu borgarfógeta í Rv., síra Gunnar á Æsustöðum (Bergsstöðum), Inga átti Vilhjálm skólastjóra Þ. Gíslason, Ólöf Dagmar stúdent átti Hákon hæstaréttarritara Guðmundsson (Nýtt kirkjublað 1916; Bjarmi, 10. árg.; BjM. Guðfr.; HÞ.; Óðinn XIX o. fl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.