Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(31. júlí 1851–3. mars 1897)

Læknir.

Foreldrar: Jón timburmaður Jónsson að Tjörn á Skagaströnd og kona hans Björg Þórðardóttir á Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1869, stúdent 1875, með 2. einkunn (70 st.), lækningapróf úr læknaskóla 1878, með 1. einkunn. Var í spítölum í Kh. 1878–9. Varð 15. apr. 1879 héraðslæknir í 9. læknishéraði og átti lengstum heima í Glæsibæ, 26. febr. 1892 í Vopnafirði og andaðist þar.

Kona 1: Sigríður (f. 22. jan. 1851, d. 26. okt. 1890) Jóhannesdóttir á Hranastöðum, Jónssonar. Dóttir þeirra: Sigríður kennari í Rv.

Kona 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir að Strjúgi, Guðmundssonar (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.