Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(26. nóv. 1831–6. okt. 1918)

Hreppstjóri, dbrm.

Foreldrar: Jón Ólafsson að Helgavatni í Vatnsdal og f.k. hans Sigríður Finnsdóttir í Syðri Ey, Magnússonar. Bjó lengstum að Þverá í Hallárdal.

Var mjög fyrir öðrum bændum að framkvæmdum, enda gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (16. sept. 1856): Svanlaug (d. 6. jan. 1916) Björnsdóttir að Þverá í Hallárdal (Þorlákssonar); þau systrabörn.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurlaug d. óg. og bl., Ólafur kaupm. á Stokkseyri, síra Jón í Otradal, Árni búfr. að Straumi í Hróarstungu, Sigríður átti Jón Jósepsson að Ytra Hóli á Skagaströnd, Björn hreppstjóri í Syðri Ey (Óðinn XIX; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.