Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(25. jan. 1851–9. nóv. 1919)

Verzlunarstjóri.

Foreldrar: Síra Jón Hjartarson á Gilsbakka og f. k. hans Kristín Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. F. að Krossi í Landeyjum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1865, stúdent þaðan 1872, með 2. einkunn (71 st.), guðfr. úr prestaskóla 1874, með 2. einkunn betri (35 st.). Varð síðan stuttan tíma barnakennari á Ísafirði, en brátt forstöðumaður Ásgeirsverzlunar þar og var það nálega til æviloka.

Kona 1: Lovísa (f. 13. febr. 1853, d. 13. júlí 1882) Ásgeirsdóttir kaupmanns eldra, Ásgeirssonar.

Kona 2 (17. okt.–1886): Hólmfríður Þorvaldsdóttir læknis á Ísafirði, Jónssonar, og var hún bróðurdóttir hans. BI. með báðum konum sínum (JKr. Prest.; BjM. Guðfn tl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.