Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(20. mars 1825–31. mars 1854)

Eyfirðingaskáld, yngri.

Foreldrar: Jón Árnason að Hálsi í Eyjafirði og kona hans Ingveldur Kjartansdóttir. Hafði mikla löngun til lækninga og stundaði þær á Stekkjarflötum í Eyjafirði, enda nam eitthvað af Jósep lækni Skaftasyni. Í Lbs. eru eftir hann rímur af Þorleifi jarlsskáldi og af Eggert og Júdasi heimska (samdi hann þar sjálfur efnið); enn fremur eru þar kvæði eftir hann. Andaðist á Melum í Hrútafirði, að því er virðist ókv. og bl.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.