Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jónsson

(1710–22. okt. 1778)

Prestur.

Foreldrar: Jón (d. 1727) Rafnsson að Merkigili í Skagafirði og s.k. hans Helga (d. 1743) Björnsdóttir frá Bútsstöðum í Skagafirði. F. að Merkigili. Tekinn í Hólaskóla 1724 (í Vitæ 1726, og er rangt), stúdent þaðan 16. mars 1737.

Bjó á Bútsstöðum með móður sinni frá 1737, í Keflavík í Hegranesi frá 1744, en vígðist að Fagranesi 23. maí 1747 og bjó þar til dauðadags, en tók Magnús, son sinn, til aðstoðarprests 1777. Talinn stirður og málstamur, en heitur í bænagerð; mikill og gildlegur. Átti jafnan við fátækt að búa, þó að hann ætti mikinn sauðfénað.

Kona (1744): Valgerður (d. 27. maí 1785) Jónsdóttir að Sauðá, Jónssonar, ekkja síra Magnúsar Gíslasonar á Ríp.

Börn þeirra: Síra Magnús í Fagranesi, Margrét átti Jón fjórðungslækni Pétursson í Viðvík, Jón (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.