Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jóhannsson

(13. júní 1867–13. ág. [12. ág., Alm.]– 1940)

Bankaritari.

Foreldrar: Jóhann Kristján Jónsson í Ingvörum í Svarfaðardal og kona hans Sesselja Jónsdóttir sst., Björnssonar. Nam fyrst rennismíðar. Lærði í Möðruvallaskóla, realstúdent þaðan 1887.

Stundaði barnakennslu, var sýsluskrifari á Seyðisfirði og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Fluttist til Rv. 1906, var um tíma starfsmaður í Ísafoldarprentsmiðju og byskupsskrifari, þá bankaritari í landsbankanum, en síðar í Íslandsbanka til 1937, er hann lét af störfum. Sönghneigður og lék á fiðlu. Sinnti mjög bindindis- og trúmálum. Ritstörf eru einkum þess eðlis (sjá spjaldskrár landsbókasafns og prentaðar skrár Halld. Herm. um Fiskesafn).

Kona (29. ágúst 1887): Anna Jónsdóttir á Öngulsstöðum, Jónssonar.

Sonur þeirra: Theodór fiðluleikari (Óðinn XIII o.fl.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.