Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Jóhannesson

(14. febr. 1859–4. maí 1927)

Prestur.

Foreldrar: Jóhannes trésmiður Árnason síðast á Ytra Álandi í Þistilsfirði og kona hans Ingiríður Ásmundsdóttir að Hóli í Kinn, Jónssonar. F. að Víðihóli á Hólsfjöllum. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1881, varð stúdent 1886, með 2. einkunn (73 st.), guðfræðapróf úr prestaskóla 1888, með 2. einkunn betri (37 st.). Fekk Þönglabakka 28. sept. 1888, vígðist 30. s.m., Höfða 4. júlí 1892 og hélt til æviloka. Bjó þar í Grenivík.

Ekki liggur eftir hann pr. nema í Óðni III.

Kona (1890): Valgerður Karólína (f. 13. jan. 1855, d. 5. jan. 1940) Guðmundsdóttir á Brettingsstöðum, Jónatansdóttir, ekkja Gunnars Guðmundssonar í Vík á Flateyjardal.

Börn þeirra síra Árna: Þórhallur stúdent og skrifstofumaður í Rv., Ingimundur verzIm. á Ak., Þórgunna átti Pétur kennara Einarsson, Steingerður starfsmaður á símastöð á Ak., Gunnhildur átti Ólaf útgerðarmann Guðmundsson í Rv. (BjM. Guðfr.; SGrBf.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.