Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Högnason

(mars 1734– ág. 1772)

Prestur.

Foreldrar: Síra Högni Sigurðsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kona hans Guðríður Pálsdóttir. F. að Stafafelli í Lóni (skírður í mars 1734). Tekinn í Skálholtsskóla 1753, stúdent þaðan 26. apríl 1757. Talinn í vitnisburðarbrétinu hafa góðar námsgáfur og trútt minni. Var síðan með föður sínum. Var að vísu í apríl 1759 skipaður til að vera prestur að Sandfelli, en af því að annar maður (Guðmundur Bergsson) sókti þá um þetta prestakall, var Árna aldrei sent bréfið, en hinum veitt prestakallið. Veitt 18. júní s. á. Reykjadalsprestakall, vígðist 5. ág. og tók við 26. ág. s. á. Fekk Steinsholt 12. dec. 1766, fluttist þangað vorið 1767 og var þar til dauðadags.

Kona: Anna (d. 10. mars 1804, 72 ára) Jónsdóttir í Bolholti, Þórarinssonar.

Börn þeirra: Jón í Gerðum í Flóa, Magnús í Ártúnum í Bakkabæjum, Halldór stúdent (dó ungur), Guðrún eldri f. k. Guðmundar Magnússonar yngra í Berjanesi, Guðríður átti Guðmund Magnússon á Torfastöðum í Fljótshlíð, Guðrún yngri átti Magnús fálkafangara Gunnlaugsson í Háholti á Skeiðum, Brynjólfur, Erlendur (varð vitskertur, d. ókv. og bl. 1794).

Ekkja síra Árna átti síðar (2. nóv. 1779) Magnús Sigurðsson að Núpi í Fljótshlíð; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.