Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Hákonarson

(um 1660–um 1688)

Stúdent.

Foreldrar: Hákon Árnason að Vatnshorni í Haukadal og kona hans Herdís Bjarnadóttir sýslumanns að Staðarhóli, Péturssonar. Varð stúdent úr Skálholtsskóla skömmu fyrir 1680. Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kaupmannahöfn 27. okt. 1681 og lagði stund á guðfræði á annan vetur, en var síðan 3 ár skrifari hjá Þormóði sagnaritara Torfasyni á Stangarlandi. Þá gerði faðir hans honum orð að koma heim. Fór Árni þá vorið 1686 til Kaupmannahafnar til að ljúka námi sínu, brá sér til Svíaríkis 1688, en hélt síðan heim til Íslands, og er hans síðan ekki getið. Hann var talinn maður vel að sér og hagmæltur.

Laundóttir hans (með Steinunni Ásmundsdóttur): Kristín (d. að Eyvindarhólum 1770) átti Jón Þorsteinsson klausturhaldara og sýslumann í Skaftafellssýslu (HÞ,; Minerva 1788; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.