Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Helgason

(– –21. jan. 1320)

Byskup í Skálholti 1304–20.

Foreldrar: Helgi Loptsson í Skál á Síðu (Svartssonar) og Ásbjörg Þorláksdóttir (systir Árna byskups). Varð prestur í Skálholti hiá móðurbróður sínum og var með honum í utanferðum hans. Varð officialis við lát hans, fór utan 1299. Vígðist þó eigi fyrr en 1304 byskup í Skálholti. Hafði og, að því er virðist, um tíma hirðstjórn á landinu (frá því um 1310). Skörungur mikill og veglyndur. Setti með Hauki lögmanni „lærðra manna spítal“ í Gaulverjabæ.

Hann hefir samið sögu Árna byskups móðurbróður síns. Andaðist í Björgvin í Noregi (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Ob. Isl.; Bps. bmf. I.; Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.