Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Hallvarðsson

(um 1712–31. mars 1748)

Prestur.

Foreldrar: Hallvarður í Gerðum í Garði, síðast í Hrúðurnesi (d. 1745), Ingimundarson og kona hans Þórdís (d. um 1750) Halldórsdóttir í Keflavík, Magnússonar. F. á Hallbjarnarstöðum á Miðnesi. Tekinn í Skálholtsskóla haustið 1735, var á sumrum hjá Brynjólfi sýslumanni Sigurðssyni að Reykjum í Ölfusi, en varð stúdent 21. apr. 1739. Bjó um hríð með móður sinni að Stóra Hólmi í Leiru og var þá umsjónarmaður Jóns byskups Árnasonar með aflaföngum stólsins suður þar. Fekk Hvalsnesprestakall haustið 1742, vígðist 13. okt. 1743. Sagt er, að hann hafi afnumið jólagleði og vikivaka á Flankastöðum.

Drukknaði í Ósabotnum, í embættisferð að Kirkjuvogi.

Kona: Guðrún Rögnvaldsdóttir að Sandlæk, Freysteinssonar, dætur þeirra 2 dóu bl. (líkl. 1762), og átti hún síðan Erlend Eyvindsson á Hausastöðum á Álptanesi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.