Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Halldórsson
(um 1630–um 1689)
Prestur.
Foreldrar: Síra Halldór Daðason í Hruna og kona hans Halldóra Einarsdóttir á Hörgslandi, Stefánssonar. Varð stúdent úr Skálholtsskóla um 1650, var síðan um hríð sveinn Brynjólfs byskups Sveinssonar. Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kaupmannahöfn 7. júní 1655 og varð attestatus í guðfræði, kom heim aftur 1657, vígður aðstoðarprestur föður síns 13. dec. s. á. og þjónaði þá Reykjadalsprestakalli, er stundum var þá sameinað Hruna. Varð kirkjuprestur í Skálholti 1661, en veik þaðan 1662 til föður síns, er sleppti við hann prestakallinu 1663.
Hann tók fótarmein þungt eða magnleysi, en gegndi þó prestverkum í lengstu lög og hélt prestskap til dauðadags, en hafði byskupsleyfi frá 1681 til þess að njóta þjónustu nágrannapresta, enda hélt aðstoðarpresta: 1683–4 síra Jón Jónsson, er síðar varð prestur í Görðum á Akranesi, en 1686 og síðan síra Franz Íbsson, sem fekk vonarbréf fyrir prestakallinu eftir hann. Hann hefir samið vikubænir: „Soteria animæ eður andvarpanir sálarinnar“ (í handriti í JS. 388, 8vo., ÍB. 171, Svo., og víðar), en þýtt úr dönsku (eftir Hans Mogensen) „Testamenti þeirra tólf patríarka Jakobssona“ (einnig í handriti, t. d. í JS. 50, 8vo., og víðar).
Kona: Salvör (f. um 1647) Einarsdóttir frá Gunnarsholti, Ólafssonar.
Börn þeirra: Grímur djákn að Möðruvallaklaustri (d. 1704), Guðrún, Solveig átti síra Franz Íbsson í Hruna, Ragnheiður síðasta kona Þórðar Péturssonar að Innra Hólmi, Hólmfríður átti Jón Sigurðsson frá Unnarholti, Halldór (HÞ.. SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Halldór Daðason í Hruna og kona hans Halldóra Einarsdóttir á Hörgslandi, Stefánssonar. Varð stúdent úr Skálholtsskóla um 1650, var síðan um hríð sveinn Brynjólfs byskups Sveinssonar. Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kaupmannahöfn 7. júní 1655 og varð attestatus í guðfræði, kom heim aftur 1657, vígður aðstoðarprestur föður síns 13. dec. s. á. og þjónaði þá Reykjadalsprestakalli, er stundum var þá sameinað Hruna. Varð kirkjuprestur í Skálholti 1661, en veik þaðan 1662 til föður síns, er sleppti við hann prestakallinu 1663.
Hann tók fótarmein þungt eða magnleysi, en gegndi þó prestverkum í lengstu lög og hélt prestskap til dauðadags, en hafði byskupsleyfi frá 1681 til þess að njóta þjónustu nágrannapresta, enda hélt aðstoðarpresta: 1683–4 síra Jón Jónsson, er síðar varð prestur í Görðum á Akranesi, en 1686 og síðan síra Franz Íbsson, sem fekk vonarbréf fyrir prestakallinu eftir hann. Hann hefir samið vikubænir: „Soteria animæ eður andvarpanir sálarinnar“ (í handriti í JS. 388, 8vo., ÍB. 171, Svo., og víðar), en þýtt úr dönsku (eftir Hans Mogensen) „Testamenti þeirra tólf patríarka Jakobssona“ (einnig í handriti, t. d. í JS. 50, 8vo., og víðar).
Kona: Salvör (f. um 1647) Einarsdóttir frá Gunnarsholti, Ólafssonar.
Börn þeirra: Grímur djákn að Möðruvallaklaustri (d. 1704), Guðrún, Solveig átti síra Franz Íbsson í Hruna, Ragnheiður síðasta kona Þórðar Péturssonar að Innra Hólmi, Hólmfríður átti Jón Sigurðsson frá Unnarholti, Halldór (HÞ.. SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.