Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Halldórsson

(17. öld)

Bartskeri.

Foreldrar: Halldór í Álptanesi Marteinsson (byskups, Einarssonar) og kona hans Herdís Nikulásdóttir sýslumanns á Seljalandi, Björnssonar.

Kona: Dómhildur Ormsdóttir sýslumanns í Eyjum, Vigfússonar. Dóttir þeirra: Guðrún átti fyrst launson (Bjarna) með Pétri sýslumanni Pálssyni (frá Hvanneyri, Gíslasonar), giftist síðan Hannesi lögréttumanni Árnasyni í Norðtungu. Dómhildur, ekkja Árna bartskera, varð síðan f.k. Hjalta Pálssonar í Teigi (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.