Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Gíslason

(– –4. okt. 1654)

Lögréttumaður.

Foreldrar: Gísli lögmaður Þórðarson og kona hans Ingibjörg Árnadóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar. Bjó að Ytra Hólmi.

Manna fræknastur og fimastur, höfðinglyndur, enda ástsæll.

Kona: Steinunn (d. 1658, 65 ára) Hannesdóttir í Snóksdal, Björnssonar.

Börn þeirra: Hannes lögréttumaður í Norðtungu, Sæmundur að Hólmi, Ragnheiður eldri átti síra Álf Jónsson í Kaldaðarnesi, Ragnhildur átti síra Jón Diðriksson síðast í Keldnaþingum, Guðríður átti síra Jón Grímsson í Görðum á Akranesi, Þorvaldur bl., Sigríður bl., Gísli bl., Jón bl., Þórður (smiður, læknir, listamaður) bl., Ragnheiður yngri bl. (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.