Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Gíslason

(– –1587)

Sýslumaður.

Foreldrar: Gísli lögréttumaður Hákonarson á Hafgrímsstöðum og kona hans Ingibjörg Grímsdóttir sýslumanns á Möðruvöllum, Pálssonar. Réðst ungur til Vatnsfjarðar, til styrktar síra Jóni Eiríkssyni eða vegna erfingja hans; urðu þá brátt róstur með honum og Eggert lögmanni Hannessyni, og hafði Árni 1556 undan Eggert Ísafjarðarsýslu og konungsjarðir vestra, fekk Húnavatnsþing 1557, Þingeyraklaustur 1559, Skaftafellssýslu hálfa og klaustur eystra 1569 og mun þá hafa flutzt að Hlíðarenda, mun hafa fengið Rangárþing um 1570–80. Varð maður stórauðugur, enda harðdrægur og stórbrotinn.

Kona: Guðrún Sæmundardóttir hins ríka að Ási í Holtum, Eiríkssonar.

Börn þeirra: Hákon sýslumaður, Gísli sýslumaður að Hlíðarenda, Sæmundur sýslumaður að Hóli í Bolungarvík, Guðrún átti Jón. sýslumann Björnsson á Holtastöðum og Grund, Halldóra átti Guðbrand byskup Þorláksson, Ingibjörg átti Gísla lögmann Þórðarson, Sigríður átti Árna Magnússon á Grýtubakka, Hólmfríður átti síra Gísla Árnason í Holti undir Eyjafjöllum, Solveig átti Eyjólf sýslumann Halldórsson, Anna átti fyrr Guðmund Þórðarson í Deildartungu, síðar Snorra lögréttumann Ásgeirsson að Varmalæk. Launbörn Árna, áður en hann giftist (með Helgu Tómasdóttur ábóta að Munkaþverá Eiríkssonar): Guðrún átti Jón Ólafsson að Svarfhóli í Laxárdal, Margrét átti Jón Þorsteinsson (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl.; BB. Sýsl.; PEÓI. Mm.; Saga Ísl. IV.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.