Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Gíslason

(um 1677–1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Einarsson að Helgafelli og kona hans Kristín Vigfúsdóttir prests að Setbergi, Illugasonar.

Kom í Skálholtsskóla um 1698 og varð stúdent þaðan um 1702).

Hann varð jafnskjótt sveinn (skrifari) Jóns byskups Vídalíns. Fekk vonarbréf fyrir Kálfholti 3. maí 1704, en vígðist kirkjuprestur í Skálholti 1707 og andaðist skömmu síðar, ókv. og bl.

„Einn hinn skikkanlegasti og þægilegasti ungur maður“, segir síra JH.Pr. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.