Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Gíslason

(okt. 1755–19. febr. 1840)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Sigurðsson í Heydölum og f.k. hans Ingibjörg Brynjólfsdóttir prests í Kirkjubæ, Halldórssonar. F. að Ósi í Breiðdal (skírður 14. okt. 1755).

Lærði undir skóla hjá föður sínum. Tekinn í Skálholtsskóla 1774, stúdent þaðan 9. maí 1778, talinn í stúdentsvottorðinu hafa góðar námsgáfur. Var 1779–83 í þjónustu Magnúsar Ólafssonar þá stólshaldara í Skálholti, síðar lögmanns. Vígðist 3. ág. 1783 aðstoðarprestur síra Rafnkels Bjarnasonar að Stafafelli og fekk það prestakall 9. apr. 1785, við lát hans, en sagði af sér prestskap 1822. Prófastur í austurhluta Skaftafellssýslu 5. febr. 1787 til 1814, er hann sagði af sér því starfi. Tók 1797 aðstoðarprest síra Berg Magnússon, og var hann hjá honum alla prestskapartíð hans, enda fekk prestakallið eftir hann. Hann gerði miklar umbætur hin fyrstu ár sín að Stafafelli, bæði á húsum og túni, og bjó til 3 kál- og matjurtagarða. Sjálfur bjó síra Árni frá 1800 að Brekku í Lóni, unz hann fluttist til sonar síns að Byggðarhorni (1839) og þar andaðist hann. Talinn vel gefinn og hafa þýtt sögurúr dönsku á íslenzku, t.d. úr Þúsund og einni nótt. Hann var heppinn læknir. Átti heldur óhægan fjárhag.

Kona: Ragnhildur (f. um 1754, d. 24. júlí 1827) Rafnkelsdóttir prests að Stafafelli, Bjarnasonar. Af börnum þeirra komst á legg 1 sonur, sem ættir eru frá: Gísli að Brekku, síðar Byggðarhorni í Lóni (d. 1869) (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.