Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Gíslason

(19. ág. 1887–9. okt. 1917)

Læknir. Foreldrar; Gísli gullsmiður Árnason (leturgrafara Gíslasonar) og Sigríður Ingimundardóttir (á Gjábakka í Vestmannaeyjum, Jónssonar). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1902, varð stúdent 1908, með 2. einkunn (76 st.), lauk prófi í læknisfræði í háskóla Íslands 21. júní 1915, með 2. einkunn lakari (8124 st.). Var í spítölum í Kh. 1915–16. Var settur héraðslæknir í Hólmavík frá því haustið 1916 fram á haust 1917, fluttist þá til Bolungarvíkur, en andaðist skömmu eftir að hann kom þangað, ókv. og bl. (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.