Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Gíslason

(1724–30. ág. 1809)

Bóndi, skáld.

Foreldrar: Síra Gísli Gíslason á Desjarmýri og kona hans Ragnheiður Árnadóttir prests í Heydölum, Álfssonar. Bjó lengstum í Höfn í Borgarfirði. Mikilmenni í sjón og raun, sjósóknari mikill, örlátur, drykkfelldur mjög, vel gefinn og orkti mikið (sjá Lbs.).

Kona: Guðlaug Torfadóttir stúdents að Stóra Sandfelli í Skriðdal, Pálssonar. Synir þeirra: Hjörleifur sterki í Snotrunesi, Jón sterki í Höfn (nefndir Hafnarbræður).

Laundóttir Árna (með Þórunni Ólafsdóttur lögréttumanns Péturssonar, ekkju Hallgríms Þorgrímssonar á Þrándarstöðum): Þórunn átti Jón Vigfússon á Ketilsstöðum í Útmannasveit (Sigf. Sigf. Þjóðs. X, og er þar margt kvæða hans; Ísl. sagnaþættir Þjóðólfs, 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.