Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Gíslason
(14. sept. 1820–26. júní 1898)
Sýslumaður.
Foreldrar: Síra Gísli síðast á Gilsbakka Gíslason og f. k. hans Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns á Hlíðarenda, Þórarinssonar. F. að Vesturhópshólum og ólst þar upp með foreldrum sínum, til þess er þau slitu samvistir, 1831. Var síðan einn vetur á Þingeyrum (hjá Birni Ólsen). en fór síðan með móður sinni 1832 að Marðarnúpi í Vatnsdal og þaðan 1834 með henni að Möðruvöllum, tilBjarna amtmanns og skálds Thorarensens, bróður hennar. Þar nam hann undir skóla (einkum hjá Páli Jónssyni, er síðar var prestur á Völlum). Var tekinn í Bessastaðaskóla 1838, en var á sumrum með móður sinni, en árin 1839–44 bjó hún á Snæringsstöðum í Vatnsdal. Varð stúdent 1844 (91 st.). Var síðan á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1 ár (með móðursystur sinni), þá 1 ár hjá Gísla lækni Hjálmarssyni í Vallanesi, því næst 2 ár að Keldunúpi á Síðu, hjá Bjarna hreppstjóra Bjarnasyni (á þeim tíma, 1847, sókti hann um Kálfafell í Fljótshverfi), en fór vorið 1848 að Eyvindarhólum, til síra Magnúsar Torfasonar, og fór utan til Kaupmannahafnar samsumars, lauk þar prófi í dönskum lögum 13. maí 1850, með 2. einkunn í báðum prófum, en tók prófið um aftur 3. maí 1851 og hlaut þá 1. einkunn í báðum prófum. Kom út samsumars og var þá þegar settur sýslumaður í Skaftafellssýslu, en fekk veiting fyrir henni 23. apr. 1852 og hélt henni til júlíloka 1879, þótt lausn fengi 22. jan. 1879. Átti fyrst heima á Stóru Heiði í Mýrdal, fór þaðan 1855 að Ytri Sólheimum, 1857 að Keldudal, 1858 að Kirkjubæ á Síðu (Kirkjubæjarklaustri), en hafði jafnframt annað bú í Holti á Síðu. Fluttist að Krýsuvík, sem hann hafði keypt, vorið 1880 og var þar til dauðadags. Hann var búhöldur mikill og átti mikinn fjölda fjár, svo að hann hafði um hríð hæsta lausafjártíund allra # búandi manna á landinu, en fénaður hans, sem hann hafði með sér til Krýsuvíkur, strauk austur og fórst í vötnum. Árni var talinn dugandi embættismaður, vinsæll í héraði, fastlyndur og hagsýnn, einkennilegur í lund og háttum, gamansamur í viðræðum og hagmæltur.
Kona 1 (14. ág. 1856): Elsa Dóróthea (d. af barnsförum 16. maí 1858) Berentsdóttir, Sveinssonar.
Börn þeirra: Þórarinn í Herdísarvík, Helga átti Pál gullsmið Þorkelsson.
Kona 2 (18. okt. 1860): Elín (f. 6. maí 1835, d. 19. sept. 1903).
Börn þeirra, er upp komust: Skúli héraðslæknir í Skálholti, Ragnheiður átti Pétur Fjeldsted Jónsson verzlunarmann í Rv.
Laundóttir Árna sýslumanns (með Þuríði Guðmundsdóttur frá Drangshlíð, Jónssonar) hét Guðrún (BB. Sýsl.; HÞ.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Síra Gísli síðast á Gilsbakka Gíslason og f. k. hans Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns á Hlíðarenda, Þórarinssonar. F. að Vesturhópshólum og ólst þar upp með foreldrum sínum, til þess er þau slitu samvistir, 1831. Var síðan einn vetur á Þingeyrum (hjá Birni Ólsen). en fór síðan með móður sinni 1832 að Marðarnúpi í Vatnsdal og þaðan 1834 með henni að Möðruvöllum, tilBjarna amtmanns og skálds Thorarensens, bróður hennar. Þar nam hann undir skóla (einkum hjá Páli Jónssyni, er síðar var prestur á Völlum). Var tekinn í Bessastaðaskóla 1838, en var á sumrum með móður sinni, en árin 1839–44 bjó hún á Snæringsstöðum í Vatnsdal. Varð stúdent 1844 (91 st.). Var síðan á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1 ár (með móðursystur sinni), þá 1 ár hjá Gísla lækni Hjálmarssyni í Vallanesi, því næst 2 ár að Keldunúpi á Síðu, hjá Bjarna hreppstjóra Bjarnasyni (á þeim tíma, 1847, sókti hann um Kálfafell í Fljótshverfi), en fór vorið 1848 að Eyvindarhólum, til síra Magnúsar Torfasonar, og fór utan til Kaupmannahafnar samsumars, lauk þar prófi í dönskum lögum 13. maí 1850, með 2. einkunn í báðum prófum, en tók prófið um aftur 3. maí 1851 og hlaut þá 1. einkunn í báðum prófum. Kom út samsumars og var þá þegar settur sýslumaður í Skaftafellssýslu, en fekk veiting fyrir henni 23. apr. 1852 og hélt henni til júlíloka 1879, þótt lausn fengi 22. jan. 1879. Átti fyrst heima á Stóru Heiði í Mýrdal, fór þaðan 1855 að Ytri Sólheimum, 1857 að Keldudal, 1858 að Kirkjubæ á Síðu (Kirkjubæjarklaustri), en hafði jafnframt annað bú í Holti á Síðu. Fluttist að Krýsuvík, sem hann hafði keypt, vorið 1880 og var þar til dauðadags. Hann var búhöldur mikill og átti mikinn fjölda fjár, svo að hann hafði um hríð hæsta lausafjártíund allra # búandi manna á landinu, en fénaður hans, sem hann hafði með sér til Krýsuvíkur, strauk austur og fórst í vötnum. Árni var talinn dugandi embættismaður, vinsæll í héraði, fastlyndur og hagsýnn, einkennilegur í lund og háttum, gamansamur í viðræðum og hagmæltur.
Kona 1 (14. ág. 1856): Elsa Dóróthea (d. af barnsförum 16. maí 1858) Berentsdóttir, Sveinssonar.
Börn þeirra: Þórarinn í Herdísarvík, Helga átti Pál gullsmið Þorkelsson.
Kona 2 (18. okt. 1860): Elín (f. 6. maí 1835, d. 19. sept. 1903).
Börn þeirra, er upp komust: Skúli héraðslæknir í Skálholti, Ragnheiður átti Pétur Fjeldsted Jónsson verzlunarmann í Rv.
Laundóttir Árna sýslumanns (með Þuríði Guðmundsdóttur frá Drangshlíð, Jónssonar) hét Guðrún (BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.