Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Guðmundsson

(30. apr. 1824–25. júlí 1891)

Hreppstjóri. Foreldrar Guðmundur Brynjólfsson að Keldum og fyrsta kona hans Ingiríður Árnadóttir að Brekkum á Rangárvöllum, Gíslasonar. Bjó 2 ár á Þorleifsstöðum, en frá 1851 að Reynifelli, búhöldur góður, iðjumaður og mikils metinn.

Kona (15. júní 1849): Guðrún ljósmóðir (d. 10. okt. 1905) Guðmundsdóttir að Keldum, Magnússonar í Núpakoti, Einarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur á Rauðnefsstöðum, Guðrún átti Tómas Böðvarsson á Reyðarvatni, Guðríður Þóra f. k. Tómasar hreppstjóra Sigurðssonar á Barkarstöðum, Jónas að Reynifelli, Margrét s. k. Tómasar hreppstjóra á Barkarstöðum (Óðinn XKKI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.