Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Geirsson
(um 1635–1695)
Prestur, síðar alþingisskrifari.
Foreldrar: Síra Geir Markússon á Helgastöðum og kona hans Steinunn Jónsdóttir að Rauðaskriðu, Þorsteinssonar. Árni mun hafa orðið prestur að Reynistaðarklaustri 1665, en fekk vorið 1669 Munkaþverárklaustursprestakall í skiptum. Missti það eftir nokkura mánuði vegna barneignar með Halldóru, dóttur Benedikts Björnssonar frá Bólstaðarhlíð, sem þá hélt Reynistaðarklaustur. (Það barn lézt ungt.) Fór eftir það að Hólum og var skrifari byskups, en 1677 var honum veitt alþingisskrifarastarfið og vann eið sinn þá á alþingi; hélt hann því til dauðadags. Bjó hann þá fyrst á eignarjörð sinni Svignaskarði, en síðast að Hóli í Hörðudal. Hann var gáfumaður, bezti læknir, ágætur skrifari, vel þokkaður.
Kona (1689): Guðbjörg (d. 1727) Jónsdóttir að Hóli í Hörðudal, Gíslasonar, ekkja síra Jóns Hannessonar í Miðdalaþingum. Þau bl. (HÞ.; SGrBf.).
Prestur, síðar alþingisskrifari.
Foreldrar: Síra Geir Markússon á Helgastöðum og kona hans Steinunn Jónsdóttir að Rauðaskriðu, Þorsteinssonar. Árni mun hafa orðið prestur að Reynistaðarklaustri 1665, en fekk vorið 1669 Munkaþverárklaustursprestakall í skiptum. Missti það eftir nokkura mánuði vegna barneignar með Halldóru, dóttur Benedikts Björnssonar frá Bólstaðarhlíð, sem þá hélt Reynistaðarklaustur. (Það barn lézt ungt.) Fór eftir það að Hólum og var skrifari byskups, en 1677 var honum veitt alþingisskrifarastarfið og vann eið sinn þá á alþingi; hélt hann því til dauðadags. Bjó hann þá fyrst á eignarjörð sinni Svignaskarði, en síðast að Hóli í Hörðudal. Hann var gáfumaður, bezti læknir, ágætur skrifari, vel þokkaður.
Kona (1689): Guðbjörg (d. 1727) Jónsdóttir að Hóli í Hörðudal, Gíslasonar, ekkja síra Jóns Hannessonar í Miðdalaþingum. Þau bl. (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.