Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Filippusson

(17. mars 1856–25. jan. 1932)

Féhirðir o. fl.

Foreldrar: Filippus Bjarnason að Efri Hömrum í Holtum og kona hans Guðrún Árnadóttir dbrm. að Hofi á Rangárvöllum, Jónssonar. Varð ungur sýsluskrifari, síðan barnakennari, síðar verzlunarmaður í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Rv. og síðan aftur í Vestmannaeyjum, en þangað fluttist hann aftur 1900 og átti þar heima síðan, var féhirðir sparisjóðsins þar og síðan gæzlustjóri Íslandsbanka, féhirðir bátaábyrgðarfélags þar, björgunarfélagsins, skólahússins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, enda traustur maður, riðinn við ýmsar aðrar framkvæmdir og í stjórn þeirra.

Kona: Gíslína Jónsdóttir frá Óttarsstöðum.

Börn þeirra: Filippus útgerðarmaður, Katrín átti Árna símritara Árnason, Guðmundur, Guðrún saumakona, óg. (Óðinn, XXV; Menntamál, 6. árg.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.