Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Eiríksson

(26. jan. 1870–10. dec. 1917)

Kaupmaður, leikari.

Foreldrar: Eiríkur vegaverkstj. Ásmundsson í Rv. og kona hans Halldóra Árnadóttir í Brautarholti, Magnússonar. Var lengi verzim. í Rv., setti upp sjálfstæða verzlun 1910 og stýrði til æviloka. Vann lengi að bindindismálum og leiklist og var talinn merkur leikari.

Kona 1: Þóra (d. 1904) Sigurðardóttir í Rv., Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Dagný, fluttist til Vesturheims, átti Ogg nokkurn, þarlendan mann, Ásmundur, fluttist og til Vesturheims.

Kona 2 (1910): Vilborg Runólfsdóttir að Eintúnahálsi á Síðu, Árnasonar.

Börn þeirra: Guðrún Svava átti Ásgeir dýralækni Ólafsson í Borgarnesi, Gunnar verzlunarm. í Rv., Þóra átti Bjarna lækni Jónsson í Rv., Laufey átti Val skrifstofumann og leikara í Rv. Gíslason (Br7.; Óðinn víða; ættartala foreldra hans, pr. í Rv. 1880; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.