Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Einarsson, Dalskeggur

(14. og 15. öld)

Lögréttumaður í Djúpadal í Eyjafirði. Einn hinn helzti förunauta Þorvarðs Loptssonar og Teits ríka í Skálholtsreið þeirra.

Foreldrar: Einar Bjarnarson og Vigdís nokkur. Veginn 1434.

Kona 1: Gyða Salómonsdóttir, Brandssonar.

Börn þeirra: Einar sýslumaður í Þingeyjarþingi, Þorsteinn lögréttumaður í Múlaþingi (faðir Árna prests á Valþjófsstöðum), Vigdís átti Þorstein að Myrká Höskuldsson, Runólfssonar (SD.), Þorlaug átti Jón Ólason að Ærlæk, Ólöf átti Þorstein Magnússon, Jónssonar.

Kona 2: Birgitta nokkur (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.