Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Einarsson

(– –1616)

Prestur. Ætt ókunn. Hann mun vera sá síra Árni, sem Guðbrandur byskup Þorláksson skipaði prest í Draflastaða- og Svalbarðssóknum um 1577 og Sigurður sýslumaður Jónsson á Svalbarði, síðar á Reynistað, neitaði viðtöku. Líklega er hann orðinn prestur í Garði í Kelduhverfi 1583 (sjá bréf 27. okt. 1583) og með vissu er hann þar 1586 og síðan til dauðadags. Hann fekk oft prestatillag eða ölmusupeninga, sem sjá má af reikningabók Guðbrands byskups.

Kona: Helga Sigfúsdóttir prests og skálds á Stað í Kinn, Guðmundssonar.

Dætur þeirra: Hallfríður, Ragnheiður átti síra Tómas Ólafsson að Hálsi í Fnjóskadal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.