Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Einarsson

(– –1404)

Bóndi.

Faðir: Einar prestur Hafliðason á Breiðabólstað í Vesturhópi, en móðir virðist hafa verið dóttir Árna að Stóru Borg í Víðidal, Bárðarsonar.

Bjó fyrst að Auðbrekku og var hefðarmaður, síðast staðarhaldari á Grenjaðarstöðum.

Kona 1: Guðný, laundóttir Hákonar í Víðidalstungu, Gizurarsonar galla.

Sonur þeirra: Þorleifur að Auðbrekku (og Vatnsfirði).

Kona 2: Ragnheiður Sæmundsdóttir, ekkja Gunnars Eyjólfssonar.

Sonur þeirra Árna (eða launsonur Árna): Þorsteinn í Gunnarsholti (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.