Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Einarsson

(um 1620–1686)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Sigurðsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Helga Snorradóttir lögréttumanns að Varmalæk, Ásgeirssonar. Vígðist úr skóla (JH. Pr., líklega um leið og hann varð stúdent) aðstoðarprestur föður síns 1643, en missti prestskap fyrir barneign 1645. Fekk Skarðsþing snemma árs 1646, en missti aftur prestskap fyrir barneign s. á. Bjó síðan embættislaus á eignarjörð sinni, Ósi í Steingrímsfirði.

Kona: Guðrún Björnsdóttir frá Múla á Skálmarnesi.

Dætur þeirra: Helga (f. um 1659, d. 1735) átti Ásgeir trésmið Sigurðsson að Ósi, síðar í Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit, Guðrún (f. um 1660) átti síra Bjarna Guðmundsson í Árnesi. Laundætur síra Árna voru: Guðrún átti Kolbein Jónsson, Sigríður átti Jón Hallsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.