Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Einarsson

(12. júní 1824 [14, júní 1823, Sunnanfari] – 19. febr. 1899)

Alþm.

Foreldrar: Einar Sigurðsson á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum og kona hans Vigdís Guðmundsdóttir sst., Jónssonar. Bjó á Vilborgarstöðum 1852–99. Þm. Vestm. 1861 (varaþingm.).

Kona (15. nóv. 1848): Guðfinna (d. 7. apríl 1897) Jónsdóttir prests Austmanns að Ofanleiti, Jónssonar. Synir þeirra: Lárus lyfsali í Dakota, Sigfús póstafgrm. og alþm. í Vestmannaeyjum, Einar verzlunarstj. í Rv., Jón kaupm. í Rv. (Sunnanfari 1; Alþingismannatal o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.