Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Egilsson

(– –1754)

Lögréttumaður, skáld.

Foreldrar: Egill á Bringu Bjarnason prests á Grund (Hallssonar harða) og kona hans (sjá ættbækur). Bjó á Þórustöðum í Kaupangssveit. Orkti rímur af Ögmundi dytt og Gunnari helming (kunna að vera þær, sem eru í Lbs.). Kvæði eru eftir hann í Lbs. (stundum þar eignuð Árna Eyjólfssyni).

Kona hans var dóttir Hálfdanar á Steinsstöðum í Öxnadal, Kolbeinssonar.

Börn þeirra (sjá ættbækur og Reykjahlíðarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.