Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Eggertsson

(8. maí 1873 – 12. febr.1942)

. Fasteignasali.

Foreldrar: Eggert (d. 7. júní 1897, 59 ára) Jónsson í Fróðhúsum í Stafholtstungum og kona hans Sigríður (d. 16. júlí 1906, 69 ára) Jónsdóttir stúdents á Leirá, Árnasonar. Fór til Vesturheims með foreldrum sínum 1887. Gerðist fasteignasali og stórkaupmaður í Winnipeg og átti þar heima til æviloka. Átti um skeið sæti í borgarráði Winnipeg-borgar og var síðan lengi riðinn við borgar- og fylkismál. Einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands og „átti sæti í stjórn þess fyrir hönd Vestur-Íslendinga til 1941.

Verzlunarfulltrúi Íslands í New York 1917–18. Tók mikinn þátt í kirkjulegri starfsemi meðal Vestur-Íslendinga; var einn af stofnendum Þjóðræknisfélags Vestur-Íslendinga. Átti sæti í heimfararnefnd Vestur-Íslendinga á Alþingishátíðina 1930 og var fulltrúi Kanadastjórnar þar. Str. af fálk., Kona 1 (5. apr.1895): Oddný Jónína (d. 21. jan. 1918, 43 ára) Jakobsdóttir í Rauf á Tjörnesi, Oddssonar. Börn þeirra: Árni Guðni lögmaður, Sigurbjörg Thelma átti þarlendan mann, Mr. Marlatt, Eggert Grettir raffræðingur, Egill Ragnar foringi í flugher Kanada, Sigurður Hjalti raffræðingur. Kona 2 (8. ág. 1924): Þórey (f. 7.jan.1892) Sigurðardóttir á Steinsstöðum og Bakka í Öxnadal, Jónssonar.

Börn þeirra: Ásta, Gunnar Örn, Erlingur (Sameiningin LVII; Tímarit þjóðræknisfélagsins XKIV; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.