Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Davíðsson (eða Daðason)

(um 1695–21. nóv. 1746)

Prestur.

Foreldrar: Davíð eða Daði hreppstjóri á Illugastöðum í Laxárdal ytra Bjarnason og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir á Hafgrímsstöðum, Jónssonar. Stúdent úr Hólaskóla um 1725. Fekk uppreisn fyrir barneign 12. mars 1728. Vígðist aðstoðarprestur 6. maí 1731 að Hofi á Skagaströnd og setti bú á Steinnýjarstöðum, en fekk prestakallið að veitingu 19. mars 1739. Í yfirreið Harboes 1743 reyndist honum síra Árni mjög fákunnandi og bauð honum að koma til prófs að Hólum um haustið. Síra Árni barði við heilsubresti. Var þá síra Ormi prófasti Bjarnasyni boðið að prófa síra Árna, og reyndust framfarir hans litlar. Loks bauð Harboe 1. apr. 1745 síra Þorsteini Péturssyni að prófa hann.

Fór það próf fram 25. júní 1745 á íslenzku, því að síra Árni færðist undan að svara á latínu. Heldur þókti frammistaðan léleg, en embætti hélt síra Árni, enda átti hann skammt eftir ólifað.

Kona (1727): Þuríður (f. um 1692, enn á lífi 1755) Sveinsdóttir, fór að Hólum eftir lát manns síns.

Börn þeirra: Sigríður átti Sturlaug að Hrafnhóli í Hjaltadal Ásmundsson.

Ólöf átti Torfa Ólafsson á Hrappsstöðum (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.