Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Davíðsson

(um 1774–21. apr. 1816)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar Davíð Jónsson í Hellisfirði og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir prests á Skorrastöðum, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1793, stúdent þaðan 1. júní 1798 og fekk góðan vitnisburð. Var á skólaárum sínum hjá Ólafi stiftamtmanni Stefánssyni, sem studdi hann til náms, og síðan var hann skrifari hjá honum og við önnur störf, til þess er hann setti bú í Belgsholti 1805, og þar var hann, til þess er hann drukknaði í kaupstaðarferð við Akranes. Hann sókti a.m.k. tvívegis um prestaköll, en fekk ekki.

Kona (17. okt. 1805): Þóra (d. 2. júlí 1834, 63 ára) Jónsdóttir prests að Mosfelli í Mosfellssveit, Hannessonar, og var hún áður gift Jóhanni stúdent Árnasyni (byskups), en giftist í 3. sinn (24. okt. 1823) Birni Teitssyni í Belgsholti (d. 23. nóv. 1826).

Börn hennar og Árna Davíðssonar: Jóhann sýslumaður í Þingeyjarsýslu, Arnór sýslumaður í Húnavatnssýslu, Hannes heimspekikennari, Sigríður óg. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.