Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Daníelsson

(26. mars 1904 – 18. ágúst 1948)

. Verkfræðingur. Foreldrar: Ámi Daníelsen veitingamaður í Stavanger í Noregi og Gróa (f. 14. ág. 1878) Bjarnadóttir í Keflavík, Bjarnasonar. Missti föður sinn ungur og ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni og stjúpföður, Þorvarði prentsmiðjustj. Þorvarðssyni. Stúdent í Reykjavík 1923 með 1. einkunn (6,31).

Lauk prófi í verkfræði í Þrándheimi í Noregi 1927. Kom þá þegar heim og vann á næstu árum verkfræðistörf fyrir ríkisstofnanir, bæjarfélög og einkafyrirtæki, m.a. við síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði 1929–30. Var í þjónustu Höjgaard á Schultz við virkjun Ljósafoss og Laxár 1935–39.

Ráðinn verkfræðingur hjá Reykjavíkurbæ 1935 (deildarverkfræðingur 1945) og gegndi því starfi til æviloka. Lézt af slysförum. Kona (1943): Sesselja (f. 10. okt.1919) Jónasdóttir á Helluvaði á Rangárvöllum, Ingvarssonar. Dóttir þeirra: Helga (Tímarit V.F.Í., Rv.1948; Skýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.