Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Böðvarsson
(24. okt. 1818–25. apr. 1889)
Prestur.
Foreldrar: Síra Böðvar Þorvaldsson (síðast á Mel í Miðfirði) og f. k. hans Þóra Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. F. í Görðum í Önundarfirði, fluttist með foreldrum sínum að Gufudal 1822, að Stað í Steingrímsfirði 1827. Nam undir skóla, að mestu hjá síra Árna Helgasyni í Görðum. Tekinn í Bessastaðaskóla haustið 1837, stúdent þaðan 1843 (77 st.). Stundaði fyrst kennslu í Rv. Var byskupsskrifari frá 1845, til þess er hann fekk Nesþing (veiting 13. júní 1849, prestvígður 12. ág. s.á.), og setti bú á Sveinsstöðum. 2. þjóðfundarmaður Snæfellinga 1851.
Prófastur í Snæfellsnessýslu (settur 12. mars 1855, skipaður 7. mars 1856 og gegndi því til 1866). Var í Kaupmannahöfn um tíma 1856. Fekk Setberg 30. mars 1861, en Eyri í Skutulsfirði 25. apr. 1866. Varð prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1868, en fekk lausn frá því starfi um leið og prestskapnum 1881, en átti heima á Ísafirði til dauðadags.
Kona (4. maí 1857): Helga (f. 11. sept. 1834, d. 23. sept. 1915) Arnórsdóttir í Hólsbúð á Brimilsvöllum, Helgasonar.
Börn þeirra, er upp komust: Síra Helgi síðast að Kvíabekk, Elísabet Sigríður kona Jóns trésmiðs Sveinssonar í Rv., Kristín kona Einars ríkisbókara Markússonar, Árni Ólafur gullsmiður í Rv., Arnór málmfræðingur í Chicago (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Böðvar Þorvaldsson (síðast á Mel í Miðfirði) og f. k. hans Þóra Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. F. í Görðum í Önundarfirði, fluttist með foreldrum sínum að Gufudal 1822, að Stað í Steingrímsfirði 1827. Nam undir skóla, að mestu hjá síra Árna Helgasyni í Görðum. Tekinn í Bessastaðaskóla haustið 1837, stúdent þaðan 1843 (77 st.). Stundaði fyrst kennslu í Rv. Var byskupsskrifari frá 1845, til þess er hann fekk Nesþing (veiting 13. júní 1849, prestvígður 12. ág. s.á.), og setti bú á Sveinsstöðum. 2. þjóðfundarmaður Snæfellinga 1851.
Prófastur í Snæfellsnessýslu (settur 12. mars 1855, skipaður 7. mars 1856 og gegndi því til 1866). Var í Kaupmannahöfn um tíma 1856. Fekk Setberg 30. mars 1861, en Eyri í Skutulsfirði 25. apr. 1866. Varð prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1868, en fekk lausn frá því starfi um leið og prestskapnum 1881, en átti heima á Ísafirði til dauðadags.
Kona (4. maí 1857): Helga (f. 11. sept. 1834, d. 23. sept. 1915) Arnórsdóttir í Hólsbúð á Brimilsvöllum, Helgasonar.
Börn þeirra, er upp komust: Síra Helgi síðast að Kvíabekk, Elísabet Sigríður kona Jóns trésmiðs Sveinssonar í Rv., Kristín kona Einars ríkisbókara Markússonar, Árni Ólafur gullsmiður í Rv., Arnór málmfræðingur í Chicago (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.