Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Björnsson

(1. ág. 1863–26. mars 1932)

Prestur.

Foreldrar: Björn Sigurðsson að Tjörn á Skagaströnd og kona hans Elín Jónsdóttir á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, Þorsteinssonar. Ólst frá 1869 upp hjá föðurbróður sínum, Árna Sigurðssyni í Höfnum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 1. einkunn (92 st.), guðfræðapróf úr prestaskóla 1887, með 2. einkunn betri (41 st.). Fekk Sauðárkrók (Reynistaðarklaustur) 25. okt. 1887, vígðist 6. nóv. s. á., Garða á Álptanesi (Hafnarfjörð) 30. júlí 1913 og hélt til æviloka. Prófastur í Hegranesþingi 1908–13, í Kjalarnesþingi 1916–32. Ritstörf: Frá landi til lands (ræða), Rv. 1908 (að auk ritgerðir og hugvekjur í 100 hugvekjum, Bjarma, Good-Templar, Kirkjubl., Nýja kirkjubl., sjá BjM. Guðfr.).

Kona (21. sept. 1894): Líney (f. 11. okt. 1873) Sigurjónsdóttir á Laxamýri, Jóhannessonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Björn Einar lögfræðingur og aðalendurskoðandi í Rv., síra Sigurjón Þorvaldur í Rv., Snjólaug Guðrún átti Gunnlaug kaupmann Stefánsson í Hafnarfirði, Páll Kristinn verzlunarm. í Rv., Elín Málmfríður átti Friðfinn smið Stefánsson í Hf., Árni Björn læknir, Þorvaldur tannsmiður, Sigurlaug Elízabet átti Skafta í Hraunkoti í Lóni Benediktsson (prests í Bjarnanesi, Eyjólfssonar), Margrét Guðný átti Þórð M. trésmið Jónsson, Helga Álfhildur átti Skúla sagnfræðing Þórðarson, Ingibjörg átti Björgvin logsuðumann Bjarnason (Óðinn XXVII; Bjarmi, 26. árg.; JKr. Prest.; SGrBf.; Prestafélagsrit, 14. árg.; BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.