Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni (Ásgrímur) Þorkelsson

(17. dec. 1852–2. dec. 1940)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Þorkell Þorsteinsson á Skeggsstöðum í Svartárdal og kona hans Björg Pétursdóttir, Arngrímssonar.

Var ráðsmaður að Geitaskarði 1873–86, keypti þá jörðina og bjó þar síðan. Naut trausts mikils og hafði á hendi ýmis trúnaðarstörf. Framfaramaður, Búhöldur ágætur og vel efnum búinn, en þó hjálpsamur. Dvaldist síðustu árin að Sauðárkróki.

Kona (2. sept. 1893): Hildur Solveig Sveinsdóttir á Gunnfríðarstöðum, Arasonar.

Börn þeirra: Sigríður átti Þorbjörn Björnsson að Geitaskarði, Ísleifur prófessor í Rv., Guðrún átti fyrst Boga sýslumann Brynjólfsson, síðar Ólaf stórkaupmann Þ. Johnson, Jóhanna átti Valgarð póstafgrm. Blöndal að Sauðárkróki, Páll í Glaumbæ í Langadal (Óðinn XIII; Br7. -ON)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.