Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni (Steindór) Þorkelsson

(24, júní 1889–17. júlí 1932)

Skipstjóri.

Foreldrar: Þorkell Árnason í Lambhaga á Álptanesi og kona hans Ingveldur Jónsdóttir frá Setbergi. Stundaði sjómennsku frá barnæsku, var formaður og fekk skipstjóraréttindi 1920. Þókti frábær til skipstjórnar og fengsæll, var t.d. aflahæstur hérlendis á vélbát sinn vetrarvertíðina 1932.

Þrekmikill, góðhjartaður, drenglyndur og greindur. Átti heima í Sandgerði.

Kona (5. nóv. 1920): Steinunn Magnúsdóttir frá Krókskoti á Miðnesi, og voru 6 börn þeirra (Óðinn XKVIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.