Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni (Halldór) Hannesson

(27. mars 1843–I1. mars 1901)

.

Fræðimaður. Foreldrar: Hannes lyfsali Árnason í Syðri-Görðum í Staðarsveit og kona hans Guðríður Árnadóttir skálds á Borg í Miklaholtshreppi, Jónssonar. Bjó á Stóru-Þúfu (1872), svo í Tungu í Staðarsveit, Furubrekku og Fossi. Fluttist til Reykjavíkur 1883. Fróðleiksmaður, og eru þættir eftir hann í Huld. Hafði gaman af að bera fram tvíræðar spurningar, og var því nefndur Árni „gáta“.

Kona (21. nóv. 1872): Margrét (d. 2. maí 1922, 84 ára) Gestsdóttir á Varmalæk í Borgarfirði, Jónssonar. Börn þeirra: Magðalena Sigríður átti Ellert Schram skipstjóra, Guðrún Elísabet, Pálína dó ung, Gestur prentari (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.