Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni (Böðvar Pétur) Helgason

(2. jan. 1890–6. apr. 1943)

.

Læknir. Foreldrar: Síra Helgi Árnason í Ólafsvík, síðar í Ólafsfirði, og seinni kona hans María Ingibjörg Torfadóttir verzlunarstjóra í Ólafsvík, Þorgrímssonar Thorgrímsen. Stúdent í Reykjavík 1907 með 2. einkunn (77 st.). Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 20. júní 1913, með 1. einkunn (17223 st.). Var staðgöngumaður héraðslæknis á Eyrarbakka sumarið 1913. Var á sjúkrahúsum í Kh. og Berlín frá í október 1913 til maí 1914. Settur héraðslæknir í Höfðahverfishéraði 18. júlí 1914 (frá 1. ág. að telja) og veitt það embætti 2. ág. 1917.

Veitt Hólmavíkurhérað 2. maí 1923, en fór þangað eigi. Skipaður héraðslæknir í Patreksfjarðarhéraði 5. febr. 1924 (frá 1. júní s. á.). Framhaldsnám erlendis 1930–31. Átti um skeið sæti í stjórn sparisjóðsins á Patreksfirði. Fékk lausn frá embætti 9. nóv. 1942, frá 1. jan. 1943 að telja. Dó í Reykjavík.

Kona (3. okt. 1914): Hrefna (f. 30. ágúst 1890) Jóhannesdóttir verzlunarstjóra á Akureyri, síðar kaupmanns í Rv., Stefánssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Hólmfríður tannsmiður í Rv., Áslaug átti Gunnar verzlunarmann Proppé á Patreksfirði, Helgi verkfræðingur, Jóhanna (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.