Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni (Beinteinn) Gíslason

(24. júlí 1869–24. júlí 1897)

Tónskáld.

Launsonur Gísla adjunkts Magnússonar, með Ingibjörgu, ekkju Sigfúsar sýslumanns Schulesens (munu þau ekki hafa gengið í hjónaband, með því að þá myndi hún hafa misst eftirlaun). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1880, varð stúdent þaðan 1886, með 1. eink. (95 st.). Stundaði laganám í háskólanum í Kh., lauk heimspekiprófi, en ekki embættisprófi.

Efnilegur maður, söngfróður og hefir samið lög.

Andaðist í Kh. úr brjóstveiki, ókv. og bl. (Skýrslur; GJ. Bergsætt o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.